ryðvörn

tryggir endingu og öryggi

Af hverju ryðverja?

Ef þú vilt að nýi bíllinn þinn endist lengi þá skaltu láta ryðverja hann nýjan, enda þótt kostnaðurinn sé smávægileg viðbót við verðið. Ryðvörn skilar sér síðarmeir í rekstri bílsins og ekki síst þegar hann er seldur.

Fyrsta ryðvörnin er sú mikilvægasta. Hún innsiglar og ver þá staði sem ekki voru ryðvarðir af verksmiðjunni. Því hefur verið haldið mjög á lofti undanfarin mörg ár að nýryðvörn sé óþörf og jafnvel til vansa. Nóg sé að ryðverja þegar ryð verður sýnilegt. Þessari kenningu hafna FDM og Teknologisk Institut Danmerkur sem hafa rannsakað kosti ryðvarnar. Jörgen Jörgensen tæknistjóri FDM  segir að bílar séu vissulega mis ryðsæknir. Auk þess skiptir. máli notkun bílsins, hvernig og hvar honum er ekið. Þetta ber að hafa í huga við endurryðvörn bílsins.

Góð ryðvörn í upphafi lengir líf yfirbyggingar, undirvagns og hemlaröra. Góð ryðvörn í upphafi og eðlileg endurnýjun hennar skilar betri og öruggari bíl, lægri viðhaldskostnaði og hærra endursöluverði.

Fyrir íslenskar aðstæður

1.  Láttu ryðverja nýja bílinn strax og helst ekki síðar en innan mánaðar frá afhendingu. Það er auðveldara að fyrirbyggja ryðmyndun en stöðva hana.
2.  Hvernig bíllinn er notaður og við hvaða aðstæður segir til um hversu oft skal endurnýja ryðvörnina.
3.  Regluleg skoðun borgar sig. Fáðu óvilhallan aðila til að meta hvenær þörf er á að endurryðverja. Einnig er hægt að koma með bílinn til okkar að Bildshöfða 5 og láta ástandsmeta hann. 

Ending og öryggi

Ein algengasta athugasemdin við söluskoðun á notuðum bílum er tæring eða ryð í undirvagni. Þetta dregur mjög úr endursöluverði bílsins enda er fagmannleg og regluleg ryðvörn er mikilvæg fyrir endingu hans.

Á Íslandi er selta og sérstakar aðstæður á götum yfir vetrartímann sem verja þarf bílinn fyrir og engar tvær bílategundir eru eins. Áratuga reynsla og bestu fáanlegu ryðvarnarefnin eru okkar bestu meðmæli.

Bílaryðvörn notar hágæða ryðvarnarefni sem heitir Dinitrol. Til að verja undirvagn þarf þrjár til fjórar gerðir af efnum eftir því hvar er borið á. Í lokuð hólf fer til dæmis fituvaxefni sem er alltaf lifandi og mjúkt. Það þýðir hins vegar lítið að setja slíkt efni undir botninn þar sem mesta álagið er því það skolast of fljótt í burtu. Slitsterk efni eru notuð á botninn og eru þau jafnframt hönnuð til að veita hljóðeinangrun.  

Hafðu samband

Bjallaðu á okkur í síma:

587 1390

Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5, 110 Reykjavík