RYÐVÖRN

Kostir ryðvarnar

Láttu ryðverja nýja bílinn strax og ekki síðar en innan mánaðar frá þvi þú keyptir hann. Það er auðveldara að fyrirbyggja ryðmyndun en stöðva hana eftir að hún er komin af stað. Allir bíla þola að vera ryðvarðir.

Það skiptir máli hvernig og í hvað bíllinn er notaður og það segir einnig til um hversu oft skal endurnýja ryðvörnina.

FDM og Teknologisk Institut Danmerkur ráðleggja bíleigendum að fá óvilhallan aðila til að meta hvenær þörf er á að ryðverja.

Það er óhætt að ryðverja bíla á hvaða tíma árs sem er svo framarlega sem sá sem verkið vinnur fari eftir leiðbeiningum um verkið.

FDM og Teknologisk Institut mæla með því að neytendur fái bíla sína ryðvarða hjá aðilum sem fengið hafa starfsemina tekna út af til þess hæfum óháðum aðilum.

Ryðvörn er góð fjárfesting, sérstaklega ef ætlunin er að eiga bílinn lengi. Ryðvörn skilar heilbrigðari yfirbyggingu og undirvagni og ver auk þess öryggisbúnað eins og hemlarör og spyrnur í hjólabúnaði.

Zinkhúðaða (galvaniseraða) bíla skal ryðverja til að koma í veg fyrir að selta tæri zinkhúðina og ryð herji á stálið.

Ef ætlunin er að selja nýja bílinn innan þriggja ára er líklegt að ryðvarnarkostnaðurinn skili sér ill atil baka. Vel hirtir bílar selst oftast fljótar en hinir.

Bílar eru einfaldlega ekki byggðir til þess að endast í 17-18 ár í röku og breytilegu loftslagi á Íslandi.

Bílar ryðga árið um kring vegna raka sem þéttist í boddí bílsins. Salt er skæður óvinur og veldur minnst 25% alls ryðs í bílum.

Ef þú kaupir notaðan bíl, athugaðu hvort hann hefur verið ryðvarinn og hvort ryðvörninni hafi verið viðhaldið. Fáðu óvilhallan kunnáttumann til að athuga ryðvörnina með þér. Það getur sparað þér stórar fjárhæðir síðarmeir.

587 1390

Bíldshöfða 5

Góð ryðvörn…

..skilar lægri viðhaldskostnaði og hærra endursöluverði

Góð ryðvörn…

..skilar þér bæði betri, fallegri og öruggari bíl

Góð ryðvörn…

..lengir líf yfirbyggingar, undirvagns og hemlaröra

Allt á sama stað:

Bílahöllin – Bílaryðvörn hf, Bíldshöfða 5, 110 Reykjavík

Hafðu samband

Bjallaðu á okkur í síma:

587 1390

Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5, 110 Reykjavík